Vörður tryggingar

Vörður tryggingar hefur sett sér stefnu um samfélagslega ábyrgð sem má lesa hér en félagið gerir einnig sjálfbærniskýrslu sem sjá má hér.

Fjárfestingarstefna Varðar sem samþykkt er af stjórn heimilar að stærstum hluta fjárfestingar í innlendum skuldabréfum svo sem í ríkis-, sveitarfélaga- og sértryggðum skuldabréfum. Heimildir í fjárfestingarstefnu takmarkar erlenda fjárfestingu sem tiltekið hlutfall af eignasafni. Eins og staðan er í dag eru um 3% af eignasafninu í erlendum verðbréfum.  Sjóðir sem fjárfest hefur verið í eru sjóðir sem hafa skilgreint sig sem „Sustainable Equity“ og fasteignasjóðir.