Vátryggingafélag Íslands

VÍS hefur sett sér stefnu um samfélagslega ábyrgð sem lesa má hér og skilar jafnframt árlegri ESG-skýrslu sem lesa má hér.

Í fjárfestingastefnu VÍS er lögð áhersla á ábyrgar fjárfestingar. Félagið á ekki beint í olíu-, gas- eða kolavinnslu en gæti hugsanlega eignast óverulegan hlut í slíkum félögum óbeint í gegnum fjárfestingu í erlendum sjóði. Þegar kemur að fjárfestingu í erlendum sjóðum er haft að leiðarljósi að fjárfestingastefna slíkra sjóða sé ábyrg.