SL lífeyrissjóður

SL lífeyrissjóður er langtímafjárfestir og leggur áherslu á ábyrgar fjárfestingar í fjárfestingum sínum. Í ábyrgum fjárfestingum er horft til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS, e. ESG). Markmið sjóðsins er að hámarka ávöxtun á eignum sjóðsins að teknu tilliti til áhættu, en einnig með siðferðileg viðmið í huga. Áhersla á UFS málefni í fjárfestingum ætti að stuðla að sjálfbærni fyrirtækja og betri langtímaávöxtun.

Fjárfestingar SL á erlendum mörkuðum eru einkum í sjóðum frekar en í einstökum félögum sem þýðir að SL útvistar að miklu leyti erlendu eignastýringunni til erlendra aðila sem bjóða upp á verðbréfasjóði. SL gerir þá kröfu til þeirra sjóða sem hann fjárfestir í að þeir hafi sett sér ákveðna stefnu sem snýr að ábyrgum fjárfestingum.