Landsbréf

Landsbréf leggja mikla áherslu á ábyrgar fjárfestingar í sjóðarekstri sínum.

Endurspeglast það í Stefnu Landsbréfa um ábyrgar fjárfestingar sem stjórn félagsins hefur sett og birt er á vefsíðu félagsins, en stefnu þessari er fylgt við fjárfestingaákvarðanir sjóða félagsins.

Stefnan telur ekki upp fjárfestingar sem eru bannaðar heldur setur ákveðin viðmið og skilgreinir aðferðarfræði sem notuð er við fjárfestingar innan þess ramma sem fjárfestingastefna einstakra sjóða leyfir og skiptir tillit til umhverfismála og samfélagslegra þátta veigamikinn þátt.

Þannig eiga sjóðir félagsins ekki verðbréf útgefin af aðilum sem starfa við leit eða vinnslu jarðefnaeldsneytis.

Til fróðleiks má benda á fjárfestingastefnu einstakra sjóða sem eru í reglum sjóða félagins sem má finna á heimasíðu Landsbréfa (landsbref.is).