Landsbankinn

Já, Landsbankinn hefur sett sér skýra stefnu um ábyrgar fjárfestingar og er hún birt á vef bankans. Við erum sammála því að fyrirtæki beri ábyrgð í loftslagsmálum.

Landsbankinn á ekki beina eign í fyrirtækjum eða sjóðum sem stunda einvörðungu leit og framleiðslu á jarðefnaeldsneyti né fjárfesta einvörðungu í slíkri starfsemi. Landsbankinn getur ekki með algjörri vissu útilokað að sjóðir eða fyrirtæki, sem sjóðir á vegum bankans eða sjóðir í stýringu hjá bankanum hafa fjárfest í, eigi hlut í félagi eða félögum sem stunda leit eða vinnslu á jarðefnaeldsneyti. Slíkt óbeint eignarhald væri þó alltaf óverulegt. Stefna Landsbankans varðandi ábyrgar fjárfestingar er sett með hliðsjón af reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) sem Landsbankinn er aðili að og birtir bankinn árlega upplýsingar í samræmi við reglur UN PRI.