Frjálsi lífeyrissjóðurinn

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki sett sér sérstaka stefnu um að útiloka fjárfestingar í sjóðum eða fyrirtækjum sem fjárfesta í eða vinna að verkefnum tengdum leit að vinnslu jarðefnaeldsneytis. Sjóðurinn hefur sett sér stefnu um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar sem snýr að því að taka mið af umhverfis-, félags og stjórnarháttum við fjárfestingar með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langtíma. Stefnan er aðgengileg á vef sjóðsins, fara má beint á hana með því að smella hér.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki fjárfest í innlendum fyrirtækjum eða sjóðum sem fjárfesta í eða vinna að verkefnum tengdum leit að vinnslu jarðefnaeldsneytis. Varðandi erlendar fjárfestingar sjóðsins eru þær almennt í sjóðum frekar en í einstökum félögum. Sjóðurinn gerir þá kröfu að stefna rekstraraðila sjóða sem hann fjárfestir í um ábyrgar fjárfestingar sé könnuð og hún höfð til hliðsjónar við heildarmat á fjárfestingarkostum. Allir rekstraraðilar sjóða sem Frjálsi fjárfestir í eru aðilar að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar og ábyrgar fjárfestingar (e. UN Principles of Responsible Investments).

Þeir erlendu sjóðir sem Frjálsi fjárfestir í samanstanda í sumum tilfellum af hundruðum fyrirtækja. Ekki er útilokað að þar á meðal séu fyrirtæki sem koma að verkefnum tengdum vinnslu á jarðaefnaeldsneytis og því kann að vera að á einhverjum tímapunkti sé óverulegt hlutfall fjárfestinga sjóðsins bundið með óbeinum hætti í fyrrtilgreindum fyrirtækjum.